Fótbolti

Fjölmargir Íslendingar á leið á völlinn í Árósum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Mynd/Anton
Búist er við fjölmörgum Íslendingum á NRGi-Arena í Árósum í dag, þar sem leikur Hvíta-Rússlands og Íslands fer fram í EM U-21 liða klukkan 16.00.

Mikill áhugi hefur verið á mótinu hjá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum, hvort sem er heima á Íslandi eða hjá Íslendingum sem eru búsettir erlendis.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, rakst á þennan káta hóp stuðningsmanna drengjanna okkar í miðbæ Árósa í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×