Umfjöllun: Draumurinn breyttist í martröð Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 11. júní 2011 13:44 Mynd/Anton Aron Einar Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar að Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 2-0, í sínum fyrsta leik á EM U-21 liða í Danmörku. Niðurstaðan er einkar svekkjandi þar sem að strákarnir voru mun líklegri aðilinn fyrstu 75 mínútur leiksins. En þá breyttist leikurinn. Stanislav Dragun, sóknarmaður Hvíta-Rússlands, náði að spila sig í gegnum íslensku vörnina og var kominn í kjörstöðu þegar að Aron Einar tók hann niður í teignum. Víti var dæmt og Aron fékk að líta rauða spjaldið. Andrei Voronkov skoraði örugglega úr vítinu og þar með var leikurinn í raun tapaður. Hvít-Rússar tóku öll völd á miðjunni og sóttu nánast linnulaust til loka leiksins. Þeir uppskáru annað mark þremur mínútum fyrir leikslok er Maksim Skavysh vippaði yfir Harald Björnsson markvörð sem var of seinn í boltann í sínu úthlaupi. Skavysh var reyndar mjög líklega rangstæður af endursýningum í sjónvarpi að dæma. Fram að fyrra markinu var Ísland búinn að vera sterkari aðilinn í leiknum, en strákarnir voru þó afskaplega lengi að byggja upp hættulegar sóknaraðgerðir. Fyrri hálfleikur var afskaplega daufur og hefðu Íslendingar mátt vera miklu, miklu grimmari þegar þeir sóttu fram á völlinn. Strákarnir bættu aðeins úr þessu í seinni hálfleik og á fyrsta hálftímanum náðu þeir að skapa sér þrjú hættuleg færi - alltaf fyrir Kolbein Sigþórsson. Það fyrsta kom á 61. mínútu, er hann var sloppinn einn inn fyrir en lét verja frá sér á síðustu stundu. Stuttu síðar átti hann skalla eftir hornspyrnu sem hæfði ekki markið og svo þremur mínútum áður en Hvít-Rússar skoruðu sitt mark fékk hann góða sendingu frá Aroni Einari, vann skallaeinvígi við varnarmann og kom sér í góða stöðu. En aftur lét hann verja frá sér. Það er alveg ljóst að ef Ísland ætlar sér að ná einhverju úr hinum tveimur leikjunum í riðlinum verður liðið að vera mun grimmara í sínum sóknaraðgerðum. Andstæðingarnir í kvöld voru þar að auki mjög duglegir að refsa fyrir okkar fáu mistök í vörninni en því miður er ekki hægt að segja hið sama um íslenska liðið. Leikmenn U-21 liðsins hafa margoft sýnt hversu megnugir þeir eru og þeir verða nú að finna sömu grimmdina og baráttuna sem einkenndi liðið í undankeppninni. Liðið skoraði þá 33 mörk, flest allra liðanna, og er með frábæra sóknarmenn í sínum röðum. Þeir nýttust illa í dag og það eru mistök sem mega ekki endurtaka sig. Þrátt fyrir allt verður Aron Einar Gunnarsson að teljast besti maður íslenska liðsins. Hann spilaði glimrandi vel fyrstu 75 mínúturnar og með hann innanborðs hafði Ísland mikla yfirburði á miðjunni. Það sást best á því að sú barátta tapaðist um leið og hann fór af vellli. Varnarmennirnir Jón Guðni og Hólmar Örn komust vel frá sínu lengst af í leiknum en voru óheppnir í mörkunum. Reyndar spiluðu flestir vel í dag en helst má setja út á þeirra leik hversu illa þeim gekk fyrir framan mark andstæðingsins.Hvíta-Rússland - Ísland 2-0Skot (á mark): 8-6 (5-1)Varin skot: Gutor 1 - Haraldur 3Horn: 2-6Aukaspyrnur fengnar: 15-15Rangstöður: 1-3 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar að Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 2-0, í sínum fyrsta leik á EM U-21 liða í Danmörku. Niðurstaðan er einkar svekkjandi þar sem að strákarnir voru mun líklegri aðilinn fyrstu 75 mínútur leiksins. En þá breyttist leikurinn. Stanislav Dragun, sóknarmaður Hvíta-Rússlands, náði að spila sig í gegnum íslensku vörnina og var kominn í kjörstöðu þegar að Aron Einar tók hann niður í teignum. Víti var dæmt og Aron fékk að líta rauða spjaldið. Andrei Voronkov skoraði örugglega úr vítinu og þar með var leikurinn í raun tapaður. Hvít-Rússar tóku öll völd á miðjunni og sóttu nánast linnulaust til loka leiksins. Þeir uppskáru annað mark þremur mínútum fyrir leikslok er Maksim Skavysh vippaði yfir Harald Björnsson markvörð sem var of seinn í boltann í sínu úthlaupi. Skavysh var reyndar mjög líklega rangstæður af endursýningum í sjónvarpi að dæma. Fram að fyrra markinu var Ísland búinn að vera sterkari aðilinn í leiknum, en strákarnir voru þó afskaplega lengi að byggja upp hættulegar sóknaraðgerðir. Fyrri hálfleikur var afskaplega daufur og hefðu Íslendingar mátt vera miklu, miklu grimmari þegar þeir sóttu fram á völlinn. Strákarnir bættu aðeins úr þessu í seinni hálfleik og á fyrsta hálftímanum náðu þeir að skapa sér þrjú hættuleg færi - alltaf fyrir Kolbein Sigþórsson. Það fyrsta kom á 61. mínútu, er hann var sloppinn einn inn fyrir en lét verja frá sér á síðustu stundu. Stuttu síðar átti hann skalla eftir hornspyrnu sem hæfði ekki markið og svo þremur mínútum áður en Hvít-Rússar skoruðu sitt mark fékk hann góða sendingu frá Aroni Einari, vann skallaeinvígi við varnarmann og kom sér í góða stöðu. En aftur lét hann verja frá sér. Það er alveg ljóst að ef Ísland ætlar sér að ná einhverju úr hinum tveimur leikjunum í riðlinum verður liðið að vera mun grimmara í sínum sóknaraðgerðum. Andstæðingarnir í kvöld voru þar að auki mjög duglegir að refsa fyrir okkar fáu mistök í vörninni en því miður er ekki hægt að segja hið sama um íslenska liðið. Leikmenn U-21 liðsins hafa margoft sýnt hversu megnugir þeir eru og þeir verða nú að finna sömu grimmdina og baráttuna sem einkenndi liðið í undankeppninni. Liðið skoraði þá 33 mörk, flest allra liðanna, og er með frábæra sóknarmenn í sínum röðum. Þeir nýttust illa í dag og það eru mistök sem mega ekki endurtaka sig. Þrátt fyrir allt verður Aron Einar Gunnarsson að teljast besti maður íslenska liðsins. Hann spilaði glimrandi vel fyrstu 75 mínúturnar og með hann innanborðs hafði Ísland mikla yfirburði á miðjunni. Það sást best á því að sú barátta tapaðist um leið og hann fór af vellli. Varnarmennirnir Jón Guðni og Hólmar Örn komust vel frá sínu lengst af í leiknum en voru óheppnir í mörkunum. Reyndar spiluðu flestir vel í dag en helst má setja út á þeirra leik hversu illa þeim gekk fyrir framan mark andstæðingsins.Hvíta-Rússland - Ísland 2-0Skot (á mark): 8-6 (5-1)Varin skot: Gutor 1 - Haraldur 3Horn: 2-6Aukaspyrnur fengnar: 15-15Rangstöður: 1-3
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira