Fótbolti

Gylfi: Það var alltaf einhver fyrir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson segir að Hvít-Rússar hafi stillt upp tveimur fjögurra manna varnarlínum í dag sem hafi verið erfitt að vinna bug á.

„Það má alltaf taka eitthvað jákvætt úr hverjum leik en við þurfum að rífa okkur upp fljótt og vel og byrja að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Við verðum að fara betur yfir leikinn til að sjá hvar fór úrskeðis. En Hvít-Rússarnir duttu mjög mikið niður og voru með tvær fjögurra manna varnarlínur. Það var mjög erfitt að finna eitthvað pláss á milli varnar og miðju til að fá boltann, geta snúið og skotið. Það var alltaf einhver fyrir. Þeir gerðu þetta vel.“

Hann segir það slæmt að missa Aron Einar Gunnarsson í bann. „Aron spilaði vel í dag á meðan hann var inn á vellinum. Ég var ekki alveg sammála rauða spjaldinu og mér finnst að dómarinn þurfi að líta í eigin barm. Það var tveggja fóta tækling á Aron sem verðskuldaði gult spjald og svo fékk Aron rautt án þess að tækla neinn. Þetta er frekar leiðinlegt fyrir hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×