Vara við baðferðum í „stórhættulegu“ affalli eftir sprengingu á samfélagsmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2020 19:09 Loftmynd af affallinu. Heitu vatni er veitt um stokk út í sjó þar sem borið hefur á því að fólk hafi verið að baða sig. Mynd/Map.is HS Orka varar við því að stórhættulegt getur verið að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi. Endurteknar tilkynningar og birtingar á samfélagsmiðlum bendi til þess að það sé að færast í aukana að fólk sé að baða sig í affallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku en í samtali við Vísir segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku að í gegnum árin hafi nokkrar tilkynningar borist um að einhver hafi verið að baða sig í affallinu. Um helgina hafi hins vegar samfélagsmiðlar fyllst af myndefni frá affallinnu og borið á tali um að um nýja „náttúrulaug“ væri að ræða. Svo er hins vegar alls ekki og í tilkynningunni er varað við því að það geti hreinlega verið stórhættulegt að baða sig í affallinu. „Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. Ef það myndi gerast er ljóst að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar,“ segir í tilkynningunni. „HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.“ Blaðamaður Vísis var á flakki um Reykjanesið um helgina og skoðaði meðal annars aðstæður á svæðinu seinni partinn á sunnudaginn. Þar voru líklega um tuttugu bílar og fólk naut veðurblíðunnar í heitu vatninu. View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjanesbær Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
HS Orka varar við því að stórhættulegt getur verið að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi. Endurteknar tilkynningar og birtingar á samfélagsmiðlum bendi til þess að það sé að færast í aukana að fólk sé að baða sig í affallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku en í samtali við Vísir segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku að í gegnum árin hafi nokkrar tilkynningar borist um að einhver hafi verið að baða sig í affallinu. Um helgina hafi hins vegar samfélagsmiðlar fyllst af myndefni frá affallinnu og borið á tali um að um nýja „náttúrulaug“ væri að ræða. Svo er hins vegar alls ekki og í tilkynningunni er varað við því að það geti hreinlega verið stórhættulegt að baða sig í affallinu. „Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. Ef það myndi gerast er ljóst að afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar,“ segir í tilkynningunni. „HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.“ Blaðamaður Vísis var á flakki um Reykjanesið um helgina og skoðaði meðal annars aðstæður á svæðinu seinni partinn á sunnudaginn. Þar voru líklega um tuttugu bílar og fólk naut veðurblíðunnar í heitu vatninu. View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT View this post on Instagram Hot pools next to the sea filled with hot water from a power station that can be seen in the background. A post shared by Another Iceland (@anothericeland) on Apr 29, 2020 at 2:09am PDT
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjanesbær Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira