Innlent

Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Hörgársveit
Frá Hörgársveit Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit.

Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hrossá landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir.

Haft var samband við eiganda hestanna og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Eigandinn varð ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana lét lóga þeim.

Alls krafðist sveitarfélagið rétt rúmlega 1.069.182 króna, að frádreginni greiðslu frá slátraranum sem sveitarfélagið fékk, 17.907 krónur, frá eigandanum vegna málsins.

Eigandinn taldi hins vegar að ósannað væri að hann ætti umrædd hross auk þess sem að sveitarfélagið hafi ekki sýnt fram á að það hafi greitt þá reikninga sem krafan var byggð á.

Í dómi héraðsdóms segir að þegar litið væri á málavexti yrði að leggja til grundvallar að hestarnir hafi verið á vegum stefnda og á hans ábyrgð. Var hann því dæmdur til að greiða sveitarfélaginu 1.051.275 krónur, auk 600 þúsund króna í málskostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×