Samninganefndinni ekki skipt út 13. október 2005 14:41 Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira