Erlent

Hamas eyðileggur friðarferli Mið-Austurlanda

Cheney og Olmert setjast við morgunverðarborðið í morgun.
Cheney og Olmert setjast við morgunverðarborðið í morgun. MYND/AFP

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna segir að herskáir Hamasliðar í Palestínu ásamt Íran og Sýrlandi reyni að sundra friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Cheney lét ummælin falla eftir morgunverð með Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sem markaði enda ferðar hans til Mið-Austurlanda.

Cheney hitti leiðtoga Palestínu í gær og sagði að báðir aðilar þyrftu að gera málamiðlanir til að ná friði. Hann sagði að palestínskt ríki væri löngu tímabært, en eldflaugaárásir gegn Ísrael ógnuðu þeim möguleika.

„Það eru sannanir fyrir því að Hamas sé stutt af Íran og sýrlandi og að þeir geri allt sem þeir geti til að skemma fyrir friðarferlinu," sagði Cheney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×