Drepast kvalafullum dauðdaga vegna olíumengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:05 Þessa mynd af hræjunum birti Náttúrustofa Suðurlands á Facebook-síðu sinni í gær. Náttúrustofa Suðurlands Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið. Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Starfsfólk Náttúrustofu Suðurlands fór í Stafnes á norðvestanverðri Heimaey í gær þar sem ábendingar höfðu borist um að þar væru mörg fuglshræ. Á nesinu fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum að því er segir í færslu á Facebook-síðu Náttúrustofunnar, en einnig af langvíu og álku að því er fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Af þeim 27 fuglum sem fundust dauðir voru 14 fuglar olíubornir, líklega af svartolíu, en svartolíublautir fuglar hafa fundist á fleiri stöðum á strönd Heimaeyjar og einnig við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að sýni úr olíunni veðri send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr fugli sem var blautur vegna olíu og fannst í Reynisfjöru var greint og reyndist það svartolía líkt og seld er hér. Að sögn Erps notar enginn slíka olíu í dag nema farmskip. Ein tilgátan er sú að svartolían kunni að koma úr sokknu skipsflaki austan við Vestmannaeyjar og berist með straumnum vestur með landinu. Fuglarnir sem hafa mengast af olíunni halda sig mest við ströndina, líkt og raunin er með æðarfuglinn.. „Þessi mengun virðist vera viðvarandi og ekki stoppa. Fuglarnir virðast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafullum dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið.
Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira