Grindvíkingar þurfa að þola þreyttasta brandara landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 13:00 Gos og Hraun er helsta brandarafóðrið í Grindavík þessa stundina, eins og Hallgrímur Hjálmarsson veit manna best. Vísir/Vilhelm Söluskálastarfsmenn í Grindavík hafa vart undan við að svara sprelligosum sem spyrjast fyrir um „gos og Hraun“ í skugga jarðhræringanna í sveitarfélaginu. Landris, kvikusöfnun og skjálftavirkni hafa sett svip á bæinn síðustu daga, þannig hrukku margir Grindvíkingar upp með andfælum í nótt þegar tveir jarðskálftar yfir þremur að stærð riðu yfir Reykjanesið. Sjoppugestir hafa gengið á lagið og slegið á létta strengi af þessu tilefni, það þótti fyndið í fyrstu en fjarað hefur undan gríninu eftir því sem endurtekningunum fjölgar. „Það hafa verið margir grínarar, svolítið mikið af djókurum,“ eins og Hallgrímur Hjálmarsson, starfsmaður söluskálans Aðal-Brautar í Grindavík, kemst að orði. Jarðhræringarnar við Þorbjörn hafa verið Íslendingum hugleiknar undanfarna viku. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna landriss, boðað var til íbúafundar í Grindavík á mánudag og eru margir bæjarbúnar farnir að setja sig í stellingar - jafnvel með tilbúna tösku út í bíl með vistum fari svo að rýma þurfi bæinn með hraði.Í ljósi allrar athyglinnar sem Grindavík hefur fengið á síðustu dögum er því kannski ekki nema von að kankvísir landsmenn hafi gripið tækifærið og gert sér brandaramat úr vendingum vikunnar. Nú þykir mörgum Grindvíkingum hins vegar nóg um. Mamma vinnur í sjoppu í Grindavík. Mér heyrist á henni að hún skalli næsta kúnna sem komi inn og segi að hann ætli að fá gos og hraun. Mér aftur á móti finnst þetta sjúklega fyndið og ræði þetta við hana í hverju símtali.— Benso (@BensoHard) January 28, 2020 Það er þó ekki þar með sagt að Grindvíkingar séu ekki húmoristar. Þeir hafa sjálfir gantast með hugsanlegt eldgos, eins og Vísir sagði frá í upphafi vikunnar - „ Þýðir ekkert að stressa sig á þessu. Við erum ekkert að fara að stjórna þessu,“ að sögn Grindvíkingsins Jóns Gauta Dagbjartssonar. Hallgrímur í Aðal-Braut tekur í sama streng. „Við Grindvíkingar erum með mikinn húmor, við erum kaldhæðið fólk og erum ekki að taka lífinu of alvarlega,“ segir Hallgrímur. Enn hafi ekkert stórvægilegt gerst við Þorbjörn og engin merki um eldsumbrot enn, þó svo að jarðskjálftarnir í nótt hafi vissulega skotið mörgum bæjarbúum skelk í bringu. Sem fyrr segir eru flissandi ferðalangar einna helst að spyrjast fyrir um „gos og Hraun,“ sem óneitanlega hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Aðspurður um hvort þetta hafi skilað sér í aukinni sölu á þessum vörum segir Hallgrímur svo ekki vera. „En það er spurt um þetta til að byrja með, áður en fólk pantar sér eitthvað annað.“ Þrátt fyrir að brandarinn hafi gengið sér til húðar segist Hallgrímur ekkert vera að pirra sig um of á þessu. „Þetta er bara einn af fylgifiskum jarðhræringanna,“ segir Hallgrímur stóískur. Grindavík Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Matur Neytendur Verslun Tengdar fréttir Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Söluskálastarfsmenn í Grindavík hafa vart undan við að svara sprelligosum sem spyrjast fyrir um „gos og Hraun“ í skugga jarðhræringanna í sveitarfélaginu. Landris, kvikusöfnun og skjálftavirkni hafa sett svip á bæinn síðustu daga, þannig hrukku margir Grindvíkingar upp með andfælum í nótt þegar tveir jarðskálftar yfir þremur að stærð riðu yfir Reykjanesið. Sjoppugestir hafa gengið á lagið og slegið á létta strengi af þessu tilefni, það þótti fyndið í fyrstu en fjarað hefur undan gríninu eftir því sem endurtekningunum fjölgar. „Það hafa verið margir grínarar, svolítið mikið af djókurum,“ eins og Hallgrímur Hjálmarsson, starfsmaður söluskálans Aðal-Brautar í Grindavík, kemst að orði. Jarðhræringarnar við Þorbjörn hafa verið Íslendingum hugleiknar undanfarna viku. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna landriss, boðað var til íbúafundar í Grindavík á mánudag og eru margir bæjarbúnar farnir að setja sig í stellingar - jafnvel með tilbúna tösku út í bíl með vistum fari svo að rýma þurfi bæinn með hraði.Í ljósi allrar athyglinnar sem Grindavík hefur fengið á síðustu dögum er því kannski ekki nema von að kankvísir landsmenn hafi gripið tækifærið og gert sér brandaramat úr vendingum vikunnar. Nú þykir mörgum Grindvíkingum hins vegar nóg um. Mamma vinnur í sjoppu í Grindavík. Mér heyrist á henni að hún skalli næsta kúnna sem komi inn og segi að hann ætli að fá gos og hraun. Mér aftur á móti finnst þetta sjúklega fyndið og ræði þetta við hana í hverju símtali.— Benso (@BensoHard) January 28, 2020 Það er þó ekki þar með sagt að Grindvíkingar séu ekki húmoristar. Þeir hafa sjálfir gantast með hugsanlegt eldgos, eins og Vísir sagði frá í upphafi vikunnar - „ Þýðir ekkert að stressa sig á þessu. Við erum ekkert að fara að stjórna þessu,“ að sögn Grindvíkingsins Jóns Gauta Dagbjartssonar. Hallgrímur í Aðal-Braut tekur í sama streng. „Við Grindvíkingar erum með mikinn húmor, við erum kaldhæðið fólk og erum ekki að taka lífinu of alvarlega,“ segir Hallgrímur. Enn hafi ekkert stórvægilegt gerst við Þorbjörn og engin merki um eldsumbrot enn, þó svo að jarðskjálftarnir í nótt hafi vissulega skotið mörgum bæjarbúum skelk í bringu. Sem fyrr segir eru flissandi ferðalangar einna helst að spyrjast fyrir um „gos og Hraun,“ sem óneitanlega hafa verið í umræðunni undanfarna daga. Aðspurður um hvort þetta hafi skilað sér í aukinni sölu á þessum vörum segir Hallgrímur svo ekki vera. „En það er spurt um þetta til að byrja með, áður en fólk pantar sér eitthvað annað.“ Þrátt fyrir að brandarinn hafi gengið sér til húðar segist Hallgrímur ekkert vera að pirra sig um of á þessu. „Þetta er bara einn af fylgifiskum jarðhræringanna,“ segir Hallgrímur stóískur.
Grindavík Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Matur Neytendur Verslun Tengdar fréttir Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49