Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 06:05 Fjallið Þorbjörn sést hér fyrir miðri mynd en það er skammt frá Grindavík. vísir/arnar Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenju hratt landris hefur verið á svæðinu undir Þorbirni sem vísindamenn telja að sé líklegast tilkomið vegna kvikusöfnunar sem geti verið undanfari eldgoss. Grannt er fylgst með svæðinu af vísindamönnum og hefur meðal annars verið komið upp fleiri mælitækjum á Þorbirni til að hægt sé að fylgjast betur með því hvað er að gerast. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á milli tuttugu til þrjátíu skjálftar hafi mælst á svæðinu frá miðnætti en þeir hafi allir verið minni en þessir tveir sem mældust á milli hálffimm og fimm; flestir undir tveimur og margir um einn. Hann segir fjölda tilkynninga hafi borist um að íbúar í Grindavík sem og Reykjanesbæ hafi fundið fyrir stærri skjálftunum tveimur. „Það er eins og skjálftarnir lendi á svæðinu á milli Grindavíkur og Þorbjörns þannig að þeir eru svolítið nær bænum núna þannig að auðvitað finnur fólk fyrir þessum skjálftum og er eflaust órólegt,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort þessir skjálftar séu merki um að eitthvað sé að gerast eða hvort þetta sé eðlilegt eins og ástandið er nú segir Bjarki þetta hegðunina á svæðinu þegar það er landris. „Svo er einhver orka búin að safnast upp eflaust sem losnar í skjálftunum sem komu núna. En það eru engin merki um gosóróa eða neitt slíkt,“ segir Bjarki.Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Óvenju hratt landris hefur verið á svæðinu undir Þorbirni sem vísindamenn telja að sé líklegast tilkomið vegna kvikusöfnunar sem geti verið undanfari eldgoss. Grannt er fylgst með svæðinu af vísindamönnum og hefur meðal annars verið komið upp fleiri mælitækjum á Þorbirni til að hægt sé að fylgjast betur með því hvað er að gerast. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á milli tuttugu til þrjátíu skjálftar hafi mælst á svæðinu frá miðnætti en þeir hafi allir verið minni en þessir tveir sem mældust á milli hálffimm og fimm; flestir undir tveimur og margir um einn. Hann segir fjölda tilkynninga hafi borist um að íbúar í Grindavík sem og Reykjanesbæ hafi fundið fyrir stærri skjálftunum tveimur. „Það er eins og skjálftarnir lendi á svæðinu á milli Grindavíkur og Þorbjörns þannig að þeir eru svolítið nær bænum núna þannig að auðvitað finnur fólk fyrir þessum skjálftum og er eflaust órólegt,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort þessir skjálftar séu merki um að eitthvað sé að gerast eða hvort þetta sé eðlilegt eins og ástandið er nú segir Bjarki þetta hegðunina á svæðinu þegar það er landris. „Svo er einhver orka búin að safnast upp eflaust sem losnar í skjálftunum sem komu núna. En það eru engin merki um gosóróa eða neitt slíkt,“ segir Bjarki.Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15