Ólafur um samband sitt við Alfreð: „Baunaði á hann í fjölmiðlum ef þess þurfti og hann tók því“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 10:00 Ólafur í þættinum á fimmtudagskvöldið. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Ólafur var gestur Gumma Ben á Sportinu í kvöld þar sem hann gerði upp tímabilið en Ólafur var óhræddur við að gagnrýna Alfreð meðal annars í fjölmiðlum. Hann var spurður út í samband sitt við Alfreð þetta tímabil. „Ég held að ég hafi alltaf verið þannig að þeim sem ég hef mikla trú á og finnst hafa mikla hæfileika, þá geri ég kröfur og ég er smámunasamur,“ sagði Ólafur. „Ég ýti á menn og gerði það við Alfreð. Hann tók því mjög vel. Árið 2008 var hann fúll að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Keflavík og var settur á bekkinn og skoraði. Þá fagnaði hann með því að setjast niður eins og hann væri á bekknum. Við vorum fram og til baka. Ég held að hann hafi gott af því.“ Ólafur segir að þetta hafi ekki háð þeim í seinni tíma en Alfreð spilar eins og kunnugt er í dag með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Í okkar samskiptum seinna hef ég ekki fundið fyrir því að það voru gerðar til hans kröfur. Hann gat alveg tekið því. Hann var með bilaðan metnað og svakalega hæfileika. Þá finnst mér það skylda míns sem þjálfara að gera kröfur.“ „Í alvöru elítu umhverfi þar sem þú býrð til sigurvegara þá gera menn kröfur. Það að gera ekki kröfur þá ertu að svíkjast undan sem þjálfari. Ég baunaði á hann og stundum í fjölmiðlum ef það þurfti. Hann tók því eins og karlmaður og hefur vonandi þroskast við það.“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Alfreð árið 2010 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Ólafur var gestur Gumma Ben á Sportinu í kvöld þar sem hann gerði upp tímabilið en Ólafur var óhræddur við að gagnrýna Alfreð meðal annars í fjölmiðlum. Hann var spurður út í samband sitt við Alfreð þetta tímabil. „Ég held að ég hafi alltaf verið þannig að þeim sem ég hef mikla trú á og finnst hafa mikla hæfileika, þá geri ég kröfur og ég er smámunasamur,“ sagði Ólafur. „Ég ýti á menn og gerði það við Alfreð. Hann tók því mjög vel. Árið 2008 var hann fúll að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Keflavík og var settur á bekkinn og skoraði. Þá fagnaði hann með því að setjast niður eins og hann væri á bekknum. Við vorum fram og til baka. Ég held að hann hafi gott af því.“ Ólafur segir að þetta hafi ekki háð þeim í seinni tíma en Alfreð spilar eins og kunnugt er í dag með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Í okkar samskiptum seinna hef ég ekki fundið fyrir því að það voru gerðar til hans kröfur. Hann gat alveg tekið því. Hann var með bilaðan metnað og svakalega hæfileika. Þá finnst mér það skylda míns sem þjálfara að gera kröfur.“ „Í alvöru elítu umhverfi þar sem þú býrð til sigurvegara þá gera menn kröfur. Það að gera ekki kröfur þá ertu að svíkjast undan sem þjálfari. Ég baunaði á hann og stundum í fjölmiðlum ef það þurfti. Hann tók því eins og karlmaður og hefur vonandi þroskast við það.“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Alfreð árið 2010 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira