Þjóðhöfðinginn þakklátur þríeykinu fyrir þrekvirki þreytt í þágu þjóðar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 17:31 Forsetinn vitnaði í Þórberg Þórðarson og Winston Churchill í erindi sínu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir þakklæti sínu gagnvart þríeykinu sem farið hefur fyrir baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur og mánuði. Forsetinn var gestur 63. upplýsingafundar almannavarna og var þögull þegar hann var spurður hvort þríeykið ætti von á Fálkaorðu fyrir störf sín. Sjá einnig: Svona var 63. upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar „Við þurfum líka að þakka ykkur ágæta Alma, ágæti Þórólfur og ágæti Víðir. Þið hafið hvatt okkur til þess að sýna þá samstöðu sem dugar. Ekki með því að skipa okkur fyrir verkum, ekki með því að setja ykkur á háan hest, ekki með því að segja „ farið eftir því sem við segjum eða…“ heldur höfum við öll fundið fyrir því að það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum, leiðbeiningum og ráðleggingum sem byggja á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Guðni sem fjallaði um fjóra þætti baráttunnar í máli sínu. Samúð - Þakklæti - Samstaða - Framtíðin Forseti hóf mál sitt á umfjöllun um samúð. „Þegar við lítum um öxl og horfum á þessa mánuði sem liðið hafa á samúð að vera okkur ofarlega í huga. Við eigum að hafa samúð í garð þeirra sem misst hafa ástvini, þeirra sem hafa veikst illa, samúð í garð þeirra sem hafa misst vinnuna,“ sagði Guðni og rifjaði upp dæmisögu mannfræðings sem sagði samúð vera fyrstu merki um menningu. „Við höfum ákveðið, þótt það kosti okkur jafnvel í efnahagslegu tilliti að sýna þeim samúð og aðstoð sem þurfa á að halda,“ sagði forsetinn. Guðni þakkaði þá, auk þríeykisins, öllum þeim sem staðið hafa vaktina á síðustu mánuðum. Heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skólakerfisins, lögreglu, björgunarsveitum og þeim öllum sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarið. Samstaða Íslendinga í baráttunni byggð á trausti Guðni fjallaði um samstöðu Íslendinga og minntist tveggja íþróttamanna sem nýlega hafa sett skó sína á hilluna. Átti hann þar við Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðjón Val Sigurðsson. Forsetinn sagði að bæði hefðu þau geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi en hefðu bæði áttað sig á að ekkert væri hægt án liðsheildar og samstöðu. „Samstaða getur samt verið hættuleg. Samstaða sem vopn í höndum þjóðarleiðtoga getur verið hættuleg. „Ertu ekki með mér í liði? Ætlum við ekki að standa saman? Ertu að svíkja þjóðina?“ Samstaðan sem við höfum sýnt á þessum erfiðu stundum er samstaða byggð á trausti og samtali og það er samstaða sem virkar,“ sagði Guðni og sagði að annað ætti við um samstöðu byggða á skipunum og valdbeitingu. Í framtíðinni verði samfélagið að halda áfram baráttunni gegn vágestinum. Sagði forsetinn að ekki megi algerlega gefa lausan tauminn þegar slakað verður á aðgerðum. Mikilvægt væri enn að þvo og spritta hendur, muna að virða tveggja metra regluna. Þrífa snertifleti, vernda viðkvæma hópa og virða sóttkví og einangrun. Baráttan við vágestinn ekki búin Sagði forsetinn þá að hann, sem íbúi landsins, væri nú sem aldrei fyrr ánægður með að búa á Íslandi og vera stoltur af því að vera Íslendingur. „Við höfum sýnt það sem í okkur býr og munum halda því áfram,“ sagði Guðni og þakkaði þríeykinu fyrir sín störf að nýju áður en hann vitnaði í Winston Churchill. „Þetta eru ekki endalokin ekki einu sinni upphaf endalokanna en kannski eru þetta endalok upphafsins.“ Þegar kom að spurningum til fundarmanna var Guðni spurður hvort að þríeykið eigi von á fálkaorðu frá forseta vegna árangursins. Forseti svaraði spurningunni á þá leið að í hundrað ára sögu fálkaorðunnar hafi líklega aldrei gerst áður að fólk spái í því hver fái orður á blaðamannafundum. Guðni sagðist samt þakklátur góðum störfum þríeykisins og sagði „Heiður þeim sem heiður ber.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir þakklæti sínu gagnvart þríeykinu sem farið hefur fyrir baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum undanfarnar vikur og mánuði. Forsetinn var gestur 63. upplýsingafundar almannavarna og var þögull þegar hann var spurður hvort þríeykið ætti von á Fálkaorðu fyrir störf sín. Sjá einnig: Svona var 63. upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirunnar „Við þurfum líka að þakka ykkur ágæta Alma, ágæti Þórólfur og ágæti Víðir. Þið hafið hvatt okkur til þess að sýna þá samstöðu sem dugar. Ekki með því að skipa okkur fyrir verkum, ekki með því að setja ykkur á háan hest, ekki með því að segja „ farið eftir því sem við segjum eða…“ heldur höfum við öll fundið fyrir því að það er okkur öllum í hag að fara eftir tilmælum, leiðbeiningum og ráðleggingum sem byggja á vísindalegri ráðgjöf,“ sagði Guðni sem fjallaði um fjóra þætti baráttunnar í máli sínu. Samúð - Þakklæti - Samstaða - Framtíðin Forseti hóf mál sitt á umfjöllun um samúð. „Þegar við lítum um öxl og horfum á þessa mánuði sem liðið hafa á samúð að vera okkur ofarlega í huga. Við eigum að hafa samúð í garð þeirra sem misst hafa ástvini, þeirra sem hafa veikst illa, samúð í garð þeirra sem hafa misst vinnuna,“ sagði Guðni og rifjaði upp dæmisögu mannfræðings sem sagði samúð vera fyrstu merki um menningu. „Við höfum ákveðið, þótt það kosti okkur jafnvel í efnahagslegu tilliti að sýna þeim samúð og aðstoð sem þurfa á að halda,“ sagði forsetinn. Guðni þakkaði þá, auk þríeykisins, öllum þeim sem staðið hafa vaktina á síðustu mánuðum. Heilbrigðisstarfsfólki, starfsmönnum skólakerfisins, lögreglu, björgunarsveitum og þeim öllum sem hafa lagt sitt af mörkum undanfarið. Samstaða Íslendinga í baráttunni byggð á trausti Guðni fjallaði um samstöðu Íslendinga og minntist tveggja íþróttamanna sem nýlega hafa sett skó sína á hilluna. Átti hann þar við Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðjón Val Sigurðsson. Forsetinn sagði að bæði hefðu þau geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi en hefðu bæði áttað sig á að ekkert væri hægt án liðsheildar og samstöðu. „Samstaða getur samt verið hættuleg. Samstaða sem vopn í höndum þjóðarleiðtoga getur verið hættuleg. „Ertu ekki með mér í liði? Ætlum við ekki að standa saman? Ertu að svíkja þjóðina?“ Samstaðan sem við höfum sýnt á þessum erfiðu stundum er samstaða byggð á trausti og samtali og það er samstaða sem virkar,“ sagði Guðni og sagði að annað ætti við um samstöðu byggða á skipunum og valdbeitingu. Í framtíðinni verði samfélagið að halda áfram baráttunni gegn vágestinum. Sagði forsetinn að ekki megi algerlega gefa lausan tauminn þegar slakað verður á aðgerðum. Mikilvægt væri enn að þvo og spritta hendur, muna að virða tveggja metra regluna. Þrífa snertifleti, vernda viðkvæma hópa og virða sóttkví og einangrun. Baráttan við vágestinn ekki búin Sagði forsetinn þá að hann, sem íbúi landsins, væri nú sem aldrei fyrr ánægður með að búa á Íslandi og vera stoltur af því að vera Íslendingur. „Við höfum sýnt það sem í okkur býr og munum halda því áfram,“ sagði Guðni og þakkaði þríeykinu fyrir sín störf að nýju áður en hann vitnaði í Winston Churchill. „Þetta eru ekki endalokin ekki einu sinni upphaf endalokanna en kannski eru þetta endalok upphafsins.“ Þegar kom að spurningum til fundarmanna var Guðni spurður hvort að þríeykið eigi von á fálkaorðu frá forseta vegna árangursins. Forseti svaraði spurningunni á þá leið að í hundrað ára sögu fálkaorðunnar hafi líklega aldrei gerst áður að fólk spái í því hver fái orður á blaðamannafundum. Guðni sagðist samt þakklátur góðum störfum þríeykisins og sagði „Heiður þeim sem heiður ber.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira