Skólameistarar uggandi yfir niðurskurði Erla Hlynsdóttir skrifar 9. ágúst 2012 18:44 Reyndustu skólameistarar eru uggandi yfir vetrinum vegna yfirvofandi niðurskurðar. Formaður félags framhaldsskóla segir að skilvirkustu sparnaðaraðgerðirnar séu þær sem verst komi niður á nemendum, sem nú þegar fái skerta þjónustu frá skólunum. Um tvær vikur eru í að framhaldsskólar hefjist, vinna við fjárlög er á lokametrunum og hefur formaður fjárlaganefndar gefið út að gerð verði minni hagræðingarkrafa á framhaldsskóla en flestar aðrar stofnanir. Engu að síður er niðurskurður viðbúinn. „Skólameistarar hafa verið uggandi undanfarin þrjú ár vegna niðurskurðarins sem hefur sífellt aukist, orðið meiri og meiri, og er orðinn slíkur nú að reyndustu embættismenn í stöðum skólameistara hafa sagt að dæmið gangi ekki upp," segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla. Hún segir að á hverju einasta ári hafi þurft að skera niður og nú sé komið að þolmörkum. „Menn hafa reynt að gera það sem hagkvæmast er, það er að stækka námshópa. Það skilar mestum sparnaði. Það þýðir að það er mjög mikið álag á kennara. Það hefur verið skorið niður hjá starfsmönnum í annars konar starfi, það hefur verið skorið niður í stuðningi við nemendur, ráðgjöf við nemendur, bókasafn og svo framvegis, sem þýðir að þjónustan við einstaklinginn, við nemendurna, hefur minnkað," segir Guðrún. Guðrún Hrefna er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem þegar er byrjað að huga að sparnaðaraðgerðum fyrir komandi vetur. „Fyrst er það náttúrulega töflugerðin. Þá horfum við á kennslustundirnar sem við erum að bjóða, og við skerum niður og skerum niður og reynum að hafa þær ekki of margar. Það er bara þannig. Það er sú leið sem er skilvirkust í sparnaði en hún bitnar líka mest ánemendum," segir hún. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Reyndustu skólameistarar eru uggandi yfir vetrinum vegna yfirvofandi niðurskurðar. Formaður félags framhaldsskóla segir að skilvirkustu sparnaðaraðgerðirnar séu þær sem verst komi niður á nemendum, sem nú þegar fái skerta þjónustu frá skólunum. Um tvær vikur eru í að framhaldsskólar hefjist, vinna við fjárlög er á lokametrunum og hefur formaður fjárlaganefndar gefið út að gerð verði minni hagræðingarkrafa á framhaldsskóla en flestar aðrar stofnanir. Engu að síður er niðurskurður viðbúinn. „Skólameistarar hafa verið uggandi undanfarin þrjú ár vegna niðurskurðarins sem hefur sífellt aukist, orðið meiri og meiri, og er orðinn slíkur nú að reyndustu embættismenn í stöðum skólameistara hafa sagt að dæmið gangi ekki upp," segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla. Hún segir að á hverju einasta ári hafi þurft að skera niður og nú sé komið að þolmörkum. „Menn hafa reynt að gera það sem hagkvæmast er, það er að stækka námshópa. Það skilar mestum sparnaði. Það þýðir að það er mjög mikið álag á kennara. Það hefur verið skorið niður hjá starfsmönnum í annars konar starfi, það hefur verið skorið niður í stuðningi við nemendur, ráðgjöf við nemendur, bókasafn og svo framvegis, sem þýðir að þjónustan við einstaklinginn, við nemendurna, hefur minnkað," segir Guðrún. Guðrún Hrefna er skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem þegar er byrjað að huga að sparnaðaraðgerðum fyrir komandi vetur. „Fyrst er það náttúrulega töflugerðin. Þá horfum við á kennslustundirnar sem við erum að bjóða, og við skerum niður og skerum niður og reynum að hafa þær ekki of margar. Það er bara þannig. Það er sú leið sem er skilvirkust í sparnaði en hún bitnar líka mest ánemendum," segir hún.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira