Innlent

Ný­sköpunar­sjóður út­hlutar til 74 verk­efna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stór hluti stúdenta er ekki kominn með vinnu í sumar.
Stór hluti stúdenta er ekki kominn með vinnu í sumar. Vísir/Vilhelm

Úthlutað var úr Nýsköpunarsjóði námsmanna á föstudaginn í fyrstu úthlutun ársins. Verkefnin sem hlutu styrki voru 74 talsins og námu styrkirnir alls 106 milljónum króna. Tæplega 190 umsóknir bárust í sjóðinn og tengjast þau mennta- og vísindastofnunum um allt land.

„Breiddin í þessum spennandi verkefnum er til marks um fjölbreytileika íslenska menntakerfisins og nýsköpunarkraftinn meðal stúdenta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Verkefnin sem komast á laggirnar fyrir tilstuðlan Nýsköpunarsjóðs námsmanna geta blómstrað og breyst í stærri og viðameiri tækifæri fyrir námsmenn, fyrirtæki og stofnanir. Þannig er sjóðurinn mikilvæg brú fyrir atvinnulífið og vísindasamfélagið.“

Í styrktum verkefnum er 126 nemendur skráðir til leiks í alls 353 vinnumánuði. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins er ráðgerð aukaúthlutun úr sjóðnum sem nemur alls 300 milljónum króna vegna verkefna sem vinna á í sumar.

Nálgast má listann yfir styrkþega hér.


Tengdar fréttir

Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrá­setningar­gjöld

Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×