Flateyringar enn innlyksa Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 06:36 Frá Flateyri á þriðjudagskvöld. Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar. Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar.
Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42
Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32