Flateyringar enn innlyksa Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 06:36 Frá Flateyri á þriðjudagskvöld. Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar. Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar.
Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42
Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32