Styrmir kemur Áslaugu til varnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2018 15:41 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tekur undir með gagnrýni Áslaugar Friðriksdóttur á Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/GVA „Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00