Inga Sæland ætlar ekki að flytja úr íbúð fyrir öryrkja Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. mars 2018 18:56 Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira