12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 20:43 Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár. Vísir/Valli Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira