Innlent

Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku

Kjartan Kjartansson skrifar
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi á dögunum. Myndin er úr safni.
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi á dögunum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér. 

Alma Möller, landlæknir, vakti athygli á þessu nýja viðmiði um skimun á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Finni fólk fyrir breyttu bragð- eða lyktarskyni en engum öðrum einkennum ætti að það að fara í sýnatöku.

Tap á bragð- og lyktarskyni hefur í auknum mæli verið talið vísbending um COVID-19-smit erlendis. Í Bretlandi hafa læknar hvatt fólk sem finnur fyrir slíkum einkennum til þess að fara í einangrun í sjö daga, jafnvel þó að það upplifi engin önnur einkenni, að því er sagði í frétt New York Times í síðustu viku.

Þá voru þó takmarkaðar upplýsingar sagðar liggja fyrir um tengsl einkennanna við kórónuveirusmit. Ýmsar reynslusannanir bentu þó til þess að tap á bragð- eða lyktarskyni gæti verið merki um sýkingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×