Fjármagn til meðferðar kynferðisbrotamanna fæst ekki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júlí 2015 07:00 Í dag eru tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að sæta meðferð. Myndin er sviðsett. nordicphotos/getty „Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“ Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira