Fjármagn til meðferðar kynferðisbrotamanna fæst ekki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júlí 2015 07:00 Í dag eru tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að sæta meðferð. Myndin er sviðsett. nordicphotos/getty „Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira