Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 15:14 Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020. Lögreglan Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent