Leikskólastjórinn hefur ekki séð myndböndin Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:45 Leikskólastjórinn á leiksskólanum 101, Hulda Linda Stefánsdóttir, kveðst ekki hafa séð myndböndin sem tveir starfsmenn skólans tóku upp og sendu til barnaverndaryfirvalda. Hún segir jafnframt að hvorki hún né aðrir starfsmenn leikskólans hafi nokkurn tímann orðið vitni að því að börn væru beitt ofbeldi eða harðræði innan veggja skólans. Hulda Linda mætir á leikskólann á hverjum degi. Hún segir að ef hún hefði einhvern tímann orðið vitni að harðræði gagnvart börnunum, hefði að sjálfsögðu verið tekið strax á þeim málum. Enda mjög alvarlegt ef svo sé og þessar ásakanir sem komu upp séu alvarlegar. Hún telur það jafnframt alvarlegt að stúlkurnar hafi ekki látið sig vita af þessu strax, sérstaklega í ljósi þess að þetta eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Önnur stúlkan sem tilkynnti ofbeldið og sú sem tók myndböndin upp hafi til dæmis ekki verið í vinnu síðan á föstudaginn í síðustu viku. Hún hafi þá haft samband við Huldu og látið vita að hún kæmi ekki til starfa vegna óviðráðanlegra aðstæðna en hún myndi vera í sambandi síðar. Hulda hefur ekki heyrt í stúlkunni síðan þá og frétti fyrst af þessum myndböndum í fyrradag, á svipuðum tíma og aðrir landsmenn. Hún segir að ekki sé rétt að stúlkurnar hafi báðar verið sumarstarfsmenn, þær hafi verið ráðnar tímabundið og önnur átti að ljúka störfum snemma í haust en hin var með lengri samning. Hulda hefur verið í sambandi við foreldra barnanna á leikskólanum og segist hafa fundið fyrir ótrúlega miklum stuðningi. En eðlilega séu allir í sjokki. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar segist sáttur við þá ákvörðun leikskólastjórans að taka ekki á móti börnum á meðan að rannsókn málsins stendur yfir. Enda eigi börnin að njóta alls vafa. Málið sé þó nokkuð flókið fyrir foreldrana. Hann segir borgina hafa mikinn skilning á þessu og muni hjálpa foreldrum eins og hægt er til þess að finna einhverja lausn vegna gæslu barnanna. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Leikskólastjórinn á leiksskólanum 101, Hulda Linda Stefánsdóttir, kveðst ekki hafa séð myndböndin sem tveir starfsmenn skólans tóku upp og sendu til barnaverndaryfirvalda. Hún segir jafnframt að hvorki hún né aðrir starfsmenn leikskólans hafi nokkurn tímann orðið vitni að því að börn væru beitt ofbeldi eða harðræði innan veggja skólans. Hulda Linda mætir á leikskólann á hverjum degi. Hún segir að ef hún hefði einhvern tímann orðið vitni að harðræði gagnvart börnunum, hefði að sjálfsögðu verið tekið strax á þeim málum. Enda mjög alvarlegt ef svo sé og þessar ásakanir sem komu upp séu alvarlegar. Hún telur það jafnframt alvarlegt að stúlkurnar hafi ekki látið sig vita af þessu strax, sérstaklega í ljósi þess að þetta eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Önnur stúlkan sem tilkynnti ofbeldið og sú sem tók myndböndin upp hafi til dæmis ekki verið í vinnu síðan á föstudaginn í síðustu viku. Hún hafi þá haft samband við Huldu og látið vita að hún kæmi ekki til starfa vegna óviðráðanlegra aðstæðna en hún myndi vera í sambandi síðar. Hulda hefur ekki heyrt í stúlkunni síðan þá og frétti fyrst af þessum myndböndum í fyrradag, á svipuðum tíma og aðrir landsmenn. Hún segir að ekki sé rétt að stúlkurnar hafi báðar verið sumarstarfsmenn, þær hafi verið ráðnar tímabundið og önnur átti að ljúka störfum snemma í haust en hin var með lengri samning. Hulda hefur verið í sambandi við foreldra barnanna á leikskólanum og segist hafa fundið fyrir ótrúlega miklum stuðningi. En eðlilega séu allir í sjokki. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri hjá Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar segist sáttur við þá ákvörðun leikskólastjórans að taka ekki á móti börnum á meðan að rannsókn málsins stendur yfir. Enda eigi börnin að njóta alls vafa. Málið sé þó nokkuð flókið fyrir foreldrana. Hann segir borgina hafa mikinn skilning á þessu og muni hjálpa foreldrum eins og hægt er til þess að finna einhverja lausn vegna gæslu barnanna.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira