Sigmundur fékk mörg hundruð atkvæði frá Bangladess Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2016 13:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn maður ársins á Útvarpi Sögu. vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vann kosningu um Mann ársins á Rás 2 út á atkvæði frá erlendum IP-tölum. Það komst þó upp áður en úrslitin voru kunngjörð og eftir endurtalningu stóðu björgunarsveitir Landsbjargar uppi sem sigurvegarar. Sigmundur hafnaði í þriðja sæti. Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur. Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann staðfesti hins vegar að verið væri að skoða hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað í kosningunni. Aðspurður sagði hann að þau atkvæði sem teljist óeðlileg verði sjálfkrafa ógild. Sigmundur Davíð greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði fengið símtal frá Ríkisútvarpinu þar sem hann hefði verið beðinn um að taka við viðurkenningu sem maður ársins. Það hafi hins vegar breyst eftir endurtalningu en sagðist sáttur við að björgunarsveitirnar hefðu hreppt nafnbótina, enda séu þær helsta stolt Íslendinga. Sigmundur Davíð var valinn maður ársins á Útvarpi Sögu í vikunni. Alls bárust 20 þúsund gild atkvæði í kosningunni en tilkynnt var um sigurvegarann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Annað sætið hreppti Jóhannes KR. Kristjánsson og Sigmundur Davíð í þriðja sætið. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu vegna deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. hélt utan um umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkisútvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV, sem stendur við allan sinn flutning.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26
Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30
Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Jóhannes Kr. Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjörinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð þriðji. 30. desember 2016 18:22