Telur forgangsröðun bæjarins ekki leyfa frekari fjölgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 13:19 Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg, er ósáttur við forgangsröðun meirihlutans. Stöð 2 Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“ Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“
Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30