Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2020 11:30 Boeing 767 og 757 Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Fréttirnar eru hafðar eftir ónafngreindum innanbúðarmönnum hjá Boeing en það sem gerir þær trúverðugar er að þær koma frá Reuters, einni virtustu fréttastofu heims. „Mikið var“ hugsa eflaust margir sem fylgst hafa með flotamálum Icelandair og spyrja kannski hvort þessar fréttir hefðu ekki mátt koma 10-15 árum fyrr. Þetta eru einmitt þær flugvélartegundir sem stærsta flugfélag Íslendinga hefur notað um árabil en það er núna með 27 eintök af 757 á skrá og 4 eintök af 767-breiðþotunni. Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Keflavíkurflugvelli. Styttri gerðin er að jafnaði með 184 farþegasæti.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Raunar hefur Boeing 757 verið burðarklár Icelandair í þrjá áratugi. Hækkandi meðalaldur þeirra hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni en í frétt Stöðvar 2 í janúar kom fram að hann væri orðinn 24 ár hjá félaginu: Sjá einnig hér: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Boeing hætti smíði 757-vélanna árið 2004, fyrir sextán árum, og hefur ekki smíðað 767 sem farþegavél frá árinu 2014. Boeing hefur þó haldið áfram að framleiða 767 sem fraktvél. Reuters segir að til að geta einbeitt sér að lausn 737 MAX-krísunnar hafi Boeing í janúar lagt á hilluna áform um að þróa nýja vél af millistærð, sem það sjálft kallaði NMA (New Midsized Airplane) en flugáhugamenn nefndu Boeing 797. Sú vél var hugsuð til að leysa af bæði 757 og 767 og var nefnd sem álitlegur valkostur hjá Icelandair-mönnum í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum: Sjá einnig hér: Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Í frétt Reuters kemur fram að Boeing skoði núna annarsvegar nýja útgáfu af vél í líkingu við Boeing 757 ásamt uppfærslu á Boeing 767-breiðþotunni, með sparneytnari hreyflum og jafnvel nýrri vænghönnun. Vitnað er til þess að flugfréttasíðan Flightglobal hafi í október birt frétt þess efnis að Boeing væri í viðræðum við hreyflaframleiðandann General Electric um hreyfla fyrir „767-X“. Boeing 767 þota í lendingu. Þær eru að jafnaði með 262 farþegasæti hjá Icelandair.Skjáskot/Youtube. Nýrri 757 er ætlað að mæta miklum vinsældum Airbus A321 og segir einn heimildarmaður Reuters að farið sé að nefna hana „757-Plus“. Hún yrði með lengra flugdrægi og eitthvað fleiri sætum. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því í fyrra að félagið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina: Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu með MAX-vélum og síðan 757 og 767 fram til ársins 2025, hið minnsta. Í öðru lagi að halda MAX-vélunum en bæta við Airbus A321. Í þriðja lagi að skipta algerlega yfir í Airbus: Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Icelandair hugðist taka ákvörðun um endurnýjun flugflotans síðastliðið haust en henni hefur síðan ítrekað verið slegið á frest vegna óvissu um endurkomu MAX-vélanna. Núna þegar kórónukrísan hefur bæst við, og félagið rær lífróður, má ljóst vera að ráðamenn þess hafa um allt annað að hugsa næstu vikurnar en hvaða flugvélar eigi að kaupa. Takist hins vegar að endurreisa Icelandair blasir við að þar á bæ fýsir menn að vita meira um hugmyndir Boeing um endurnýjaðar 757 og 767-vélar. Sjá einnig hér: Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Boeing Icelandair Airbus Fréttir af flugi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Fréttirnar eru hafðar eftir ónafngreindum innanbúðarmönnum hjá Boeing en það sem gerir þær trúverðugar er að þær koma frá Reuters, einni virtustu fréttastofu heims. „Mikið var“ hugsa eflaust margir sem fylgst hafa með flotamálum Icelandair og spyrja kannski hvort þessar fréttir hefðu ekki mátt koma 10-15 árum fyrr. Þetta eru einmitt þær flugvélartegundir sem stærsta flugfélag Íslendinga hefur notað um árabil en það er núna með 27 eintök af 757 á skrá og 4 eintök af 767-breiðþotunni. Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Keflavíkurflugvelli. Styttri gerðin er að jafnaði með 184 farþegasæti.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Raunar hefur Boeing 757 verið burðarklár Icelandair í þrjá áratugi. Hækkandi meðalaldur þeirra hefur hins vegar lengi verið áhyggjuefni en í frétt Stöðvar 2 í janúar kom fram að hann væri orðinn 24 ár hjá félaginu: Sjá einnig hér: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Boeing hætti smíði 757-vélanna árið 2004, fyrir sextán árum, og hefur ekki smíðað 767 sem farþegavél frá árinu 2014. Boeing hefur þó haldið áfram að framleiða 767 sem fraktvél. Reuters segir að til að geta einbeitt sér að lausn 737 MAX-krísunnar hafi Boeing í janúar lagt á hilluna áform um að þróa nýja vél af millistærð, sem það sjálft kallaði NMA (New Midsized Airplane) en flugáhugamenn nefndu Boeing 797. Sú vél var hugsuð til að leysa af bæði 757 og 767 og var nefnd sem álitlegur valkostur hjá Icelandair-mönnum í viðtali á Stöð 2 fyrir þremur árum: Sjá einnig hér: Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Í frétt Reuters kemur fram að Boeing skoði núna annarsvegar nýja útgáfu af vél í líkingu við Boeing 757 ásamt uppfærslu á Boeing 767-breiðþotunni, með sparneytnari hreyflum og jafnvel nýrri vænghönnun. Vitnað er til þess að flugfréttasíðan Flightglobal hafi í október birt frétt þess efnis að Boeing væri í viðræðum við hreyflaframleiðandann General Electric um hreyfla fyrir „767-X“. Boeing 767 þota í lendingu. Þær eru að jafnaði með 262 farþegasæti hjá Icelandair.Skjáskot/Youtube. Nýrri 757 er ætlað að mæta miklum vinsældum Airbus A321 og segir einn heimildarmaður Reuters að farið sé að nefna hana „757-Plus“. Hún yrði með lengra flugdrægi og eitthvað fleiri sætum. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því í fyrra að félagið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina: Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu með MAX-vélum og síðan 757 og 767 fram til ársins 2025, hið minnsta. Í öðru lagi að halda MAX-vélunum en bæta við Airbus A321. Í þriðja lagi að skipta algerlega yfir í Airbus: Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Icelandair hugðist taka ákvörðun um endurnýjun flugflotans síðastliðið haust en henni hefur síðan ítrekað verið slegið á frest vegna óvissu um endurkomu MAX-vélanna. Núna þegar kórónukrísan hefur bæst við, og félagið rær lífróður, má ljóst vera að ráðamenn þess hafa um allt annað að hugsa næstu vikurnar en hvaða flugvélar eigi að kaupa. Takist hins vegar að endurreisa Icelandair blasir við að þar á bæ fýsir menn að vita meira um hugmyndir Boeing um endurnýjaðar 757 og 767-vélar. Sjá einnig hér: Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu
Boeing Icelandair Airbus Fréttir af flugi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira