„Ég svara því bara fullum hálsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:39 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00
Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11