Femínistafélag Íslands tekur undir með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og hvetur til þess að þjóðkirkjan taki skýra afstöðu gegn kynferðisofbeldi og virkan þátt í baráttu gegn því. Í ályktun félagsins segir að prestar og aðrir trúarleiðtogar séu í valdastöðu gagnvart þeim sem til trúfélaga leita eða starfi innan þeirra. Misnotkun á slíkri stöðu er gríðarlega alvarleg, að mati Femínstafélagsins.
DV fjallaði í gær um erindi Guðrúnar Ebbu, dóttur Ólafs Skúlassonar fyrrverandi biskups, sem hefur óskað eftir fundi með kirkjuráði til að ræða hvernig þjóðkirkjan geti betur tekið á kynferðisbrotum.
„Femínistafélagið fagnar þeim skrefum sem þjóðkirkjan hefur þegar tekið til að bregðast við kynferðisofbeldi en brýnir hana og önnur trúfélög til frekari aðgerða," segir í ályktun félagsins.
