Eldur varð laus í íbúðarhúsi á Hellu í Rangárvallasýslu á níunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er enginn inni í húsinu. Um er að ræða timburhús þannig að töluverður eldsmatur er í því, að sögn lögreglunnar. Slökkviliðsmenn frá Hellu og Hvolsvelli hafa unnið að því að slökkva eldinn.
Eldur í íbúðarhúsi á Hellu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
