Leit lögreglu í Kópavogi hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 20:07 Lögreglumenn við leit í kvöld. Vísir/Vilhelm Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira