4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 17:20 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Fjölmargar tilkynningar bárust stofnuninni í gær og þá bættist heilmikið við í dag að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, en rætt var við hana í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hópuppsagnirnar vera hjá stærri fyrirtækjum og það sé alltaf dálítill fjöldi starfsmanna undir í hverri uppsögn. „Mér sýnist þetta vera langmest í ferðaþjónustunni og það eru þá fyrirtæki sem eru að segja öllu sínu starfsfólki upp og eru þá að stefna að því að fara í svona hýði þangað til að eitthvað rætist úr. Það má segja að þetta hafi legið í loftinu undanfarna daga frá því að ríkisstjórnin kynnti þessi úrræði,“ segir Unnur. Þá bendir hún á að þessar tölur komi ekki inn í tölfræði um atvinnuleysi strax. „Þetta fólk er allt að fara inn í uppsagnarfrestinn. Þetta er í rauninni þannig að þetta fer út úr okkar kerfi núna aftur inn í sínar gömlu stöður í sinni vinnu, vinnur sinn uppsagnarfrest og síðan sjáum við til eftir þrjá mánuði, sem er nú algengasti uppsagnarfresturinn, hvort að eitthvað hafi rofað til. Við verðum að vona það mjög heitt og innilega að allt þetta fólk komi ekki inn á atvinnuleysisskrá,“ segir Unnur. Mikið álag hefur verið hjá Vinnumálastofnun undanfarið og hafa verið ráðnir inn hátt í þrjátíu manns vegna anna. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði gætu dregist í einhverjum tilfellum vegna anna. „Það er töf hjá greiðslum hjá þeim sem hafa farið á villulista. Það er til dæmis fólk sem er að fá greitt í minnkuðu starfshlutfalli, ef mikið hefur verið fiktað, það hefur kannski byrjað í 25% vinnu, svo hefur verið hækkað upp í 50% og svo aftur lækkað. Tölvukerfið fer dálítið á hliðina við þetta og við þurfum svolítið að handvinna þetta og það veldur því að þetta tefst. Þetta er eitt af dæmunum,“ segir Unnur en viðtalið við hana í heild sinni má heyra hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira