Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 15:41 Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59