Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi 20. desember 2004 00:01 Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira