Linda Pé orðin fimmtug: „Langar ekkert að virka eldri en ég er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 10:29 Linda Pé lítur einstaklega vel út í dag. Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein