Sjúklingar sofa á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2015 19:00 Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“ Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“
Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19
Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07
Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00
Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15