Sjúklingar sofa á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2015 19:00 Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“ Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Formaður prófessoraráðs Landspítalans segir óásættanlegt að ríkisstjórnin leggi ekki meira fé til heilbrigðismála þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. Hann segist sjaldan muna eftir jafn miklum önnum á spítalanum, sem sé yfirfullur og sjúklingar sofi á göngum, kaffistofum og í tækjageymslum. Tómas Guðbjartsson formaður prófessoraráðs spítalans og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs skrifuðu grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem vitnað er í nýjustu skýrslu OECD um heilbrigðismál. Í henni kemur fram að íslensk stjórnvöld verji innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. „Ég er búin að vera heima í tíu ár og ég man bara varla eftir svona miklum önnum í starfi eins og það hefur verið síðustu mánuði. Við erum til dæmis hérna á sunnudegi og ég var að ganga stofugang rétt áðan og við erum með þrjá sjúklinga inni á gangi þar sem það er ekki pláss fyrir þá inni á sjúkrastofum. Svo er einn af sjúklingunum mínum hérna inni á tækjageymslu,“ sagði Tómas Guðbjartsson þegar fréttamaður hitti hann í dag. Tómas segir ekki ásættanlegt að fjárfesta ekki meira í heilbrigðismálum þegar ríkissjóður er rekinn með afgangi. „Við hefðum viljað sjá allavega það að við getum haldið sjó í okkar rekstri en það lítur ekki út fyrir annað en að við verðum að skera niður. Ég skil ekki heldur afhverju við þurfum að vera eftirbátar hinna Norðurlandanna. Við erum að veita miklu minna fé til þessa málaflokks en nágrannaþjóðir okkar gera,“ segir hann. Starfsmenn spítalans séu orðnir þreyttir á að taka sama slaginn ár eftir ár. „Við erum sökuð um það að vera með væl og andlegt ofbeldi en þetta er ekki væl. Við erum dálítið eins og rispuð plata en mér sem lækni hér ber skylda til að upplýsa um hvernig ástandið er hérna á spítalanum. Það fer að styttast í næstu kosningar og ég held að kjósendur, alveg sama hvar þeir standa í pólitík, séu orðir langþreyttir á harmsögum af Landspítalanum.“
Tengdar fréttir Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19 Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07 Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00 Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. 25. nóvember 2015 13:19
Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. 1. nóvember 2015 21:07
Ómetanleg heilsa Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. 4. desember 2015 07:00
Fimm milljarðar minni afgangur: Þjóðkirkjan og RÚV fá aukafjárveitingu Búið er að afgreiða fjárlagafrumvarp úr nefnd til annarar umræðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar er ánægð með breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið. 5. desember 2015 15:15