Ómetanleg heilsa Helga María Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. En það er ekki einungis staðsetningin sem þykir óhentug. Það er einnig að núverandi húsnæði spítalans er orðið úrelt og hefur myglusveppur fundist á hinum ýmsu stöðum innan veggja spítalans. Þegar úti rignir eru settar fötur á víð og dreif um ganga spítalans til þess að grípa lekandi vatnsdropana og hafa myndir verið birtar af þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. En ekki hafa öll álitamál húsnæðisins komist í kastljósið. Sem dæmi má nefna lyftukost spítalans. Lyfturnar eiga það til að stöðvast á milli hæða en fara yfirleitt aftur af stað ef takkanum er haldið inni í smá tíma. Einnig eru sumar lyftuhurðirnar bilaðar og þarf því að halda þeim opnum á meðan rúmin eru keyrð út úr lyftunni en þær stöðvast ekki alltaf á jafnsléttu. Hjarta- og lungnaskurðdeildin var upprunalega barnadeild þannig að herbergin eru með minna sniði. Það þýðir að á sumum tveggja manna herbergjum deildarinnar er ekki hægt að fara með innra rúmið út án þess að færa hið fremra upp á rönd. Þetta skapar aukna vinnu og óþægindi fyrir sjúklinga og starfsmenn þar sem sumir þurfa að fara í röð rannsókna sama daginn. Baðherbergin eru oft mjög lítil og inni á sumum er ekki einu sinni rými fyrir starfsmenn að fylgja sjúklingum alla leið inn á herbergið. Ekki er pláss fyrir auka manneskju og hvað þá hjólastól. En nýi spítalinn á að laga þetta. Eða hvað? Niðurstaðan er sú að til þess að hægt sé að reka grunnheilbrigðisþjónustu þarf spítalinn raunhæf fjárlög. Viðhald á svona gömlum byggingum er mjög dýrt og ekki má gleyma að þjóðin er að eldast og að fleiri þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á hverju ári. Þegar upp er staðið þá skiptir heilsan öllu. Ég vona að fjárlaganefnd Alþingis veiti viðeigandi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar því að heilsan, hún er ómetanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur fyrsta skóflustungan verið tekin að nýju sjúkrahóteli sem á að rísa við Hringbraut. Þessar framkvæmdir hafa fengið misgóðar undirtektir og þá sérstaklega hvað varðar staðsetninguna. Með þessum framkvæmdum er verið að beina þyngstu umferð Reykjavíkur á einn miðpunkt. En það er ekki einungis staðsetningin sem þykir óhentug. Það er einnig að núverandi húsnæði spítalans er orðið úrelt og hefur myglusveppur fundist á hinum ýmsu stöðum innan veggja spítalans. Þegar úti rignir eru settar fötur á víð og dreif um ganga spítalans til þess að grípa lekandi vatnsdropana og hafa myndir verið birtar af þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. En ekki hafa öll álitamál húsnæðisins komist í kastljósið. Sem dæmi má nefna lyftukost spítalans. Lyfturnar eiga það til að stöðvast á milli hæða en fara yfirleitt aftur af stað ef takkanum er haldið inni í smá tíma. Einnig eru sumar lyftuhurðirnar bilaðar og þarf því að halda þeim opnum á meðan rúmin eru keyrð út úr lyftunni en þær stöðvast ekki alltaf á jafnsléttu. Hjarta- og lungnaskurðdeildin var upprunalega barnadeild þannig að herbergin eru með minna sniði. Það þýðir að á sumum tveggja manna herbergjum deildarinnar er ekki hægt að fara með innra rúmið út án þess að færa hið fremra upp á rönd. Þetta skapar aukna vinnu og óþægindi fyrir sjúklinga og starfsmenn þar sem sumir þurfa að fara í röð rannsókna sama daginn. Baðherbergin eru oft mjög lítil og inni á sumum er ekki einu sinni rými fyrir starfsmenn að fylgja sjúklingum alla leið inn á herbergið. Ekki er pláss fyrir auka manneskju og hvað þá hjólastól. En nýi spítalinn á að laga þetta. Eða hvað? Niðurstaðan er sú að til þess að hægt sé að reka grunnheilbrigðisþjónustu þarf spítalinn raunhæf fjárlög. Viðhald á svona gömlum byggingum er mjög dýrt og ekki má gleyma að þjóðin er að eldast og að fleiri þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á hverju ári. Þegar upp er staðið þá skiptir heilsan öllu. Ég vona að fjárlaganefnd Alþingis veiti viðeigandi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar því að heilsan, hún er ómetanleg.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar