Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið.
Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda.
Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu.
Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns.
Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi.