Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 12:44 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira