Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 25. maí 2019 09:34 Bergþór Ólason sagði þingforseta reyna að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar. Vísir/Vilhelm Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Málþóf þingmanna Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun en þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan 15:30 í gær með einu hléi. Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, sakaði forseta þingsins um að reyna að þreyta miðflokksmenn til uppgjafar með fundarstjórn sinni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið einir að málþófi um þriðja orkupakkann svonefnda á Alþingi undanfarna daga og hafa þingfundir staðið yfir langt fram á nótt og morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf fjögur í gær og hefur staðið yfir síðan fyrir utan hlé sem gert var frá 19:22 til 20:16. Nær enginn annar en þingmenn flokksins hafa tekið til máls á þeim tíma. Þeir hafa skipst á að koma í pontu og talað. Umræðan um orkupakkann hefur nú staðið yfir í um níutíu klukkustundir í heildina, þar af hafa miðflokksmenn talað um málið í áttatíu klukkustundir. Það er einsdæmi að einn flokkur í stjórnarandstöðu haldi uppi málþófi í svo langan tíma en fyrir liggur að allir flokkar á Alþingi nema Miðflokkur og Flokkur fólksins styðja innleiðinguna. Þingmenn Miðflokksins endurtaka meira og minna sömu ræðurnar og koma upp í andsvör við hvern annan en klukkan korter í þrjú í nótt lýsti Bergþór Ólason skyndilega yfir áhyggjum sínum af áhrifum röð langra næturfunda á starfsmenn Alþingis. Hann vorkenndi þingmönnum minna þar sem þeir veldu sér að vera í þingsal. „Ég sé ekki ástæðu til þess að almennir starfsmenn Alþingis séu settir í þá stöðu að þurfa að vera hér dag og nætur til þess, að því er virðist, að forseti fái úr því skorið hvort hann geti með einhverjum hætti þreytt þingmenn Miðflokksins til uppgjafar,“ sagði Bergþór undir liðnum fundarstjórn forseta.Kolbeinn sagði miðflokksmönnum að skammast sín.Fréttablaðið/EyþórÍ þeirra eigin höndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði þingforsetann jafnframt um að „fela umræðuna“ með því að láta hana fram um nætur og morgna. „Við miðflokksmenn þreytumst ekki á að tala um þetta mál sem varða slíka grundvallarhagsmuni þjóðarinnar enda hefur umræðan reynst okkur vel við að átta okkur betur á stöðu mála,“ sagði Sigmundur Davíð. Undir þessu gat Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, ekki setið. Sagði hann að miðflokksmenn ættu að skammast sín fyrir að draga starfsmenn Alþingis sem hefðu þurft að hlaupa á eftir duttlungum þeirra inn í umræðuna. „Það er fullkomlega í höndum háttvirtra þingmanna Miðflokksins að hleypa starfsfólki heim. Það er í þeirra eigin höndum,“ sagði hann.Uppfært 10:30 Þingfundi var slitið klukkan rúmlega tíu. Hann hafði þá staðið yfir í um nítján klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15