Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira