Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá. Fréttablaðið/Andri Marinó Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari lést í gær, 43 ára gamall, eftir áralanga baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns, leikkona og ritstjóri, greindi frá þessu í gær en hann lætur eftir sig fjögur börn. Á sinni of stuttu ævi gat Stefán Karl sér gott orð sem leikari. Jafnt hér á landi sem utan landsteinanna. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999 og lék meðal annars í Kirsuberjagarðinum og Gullna hliðinu og vakti mikla lukku með Hilmi Snæ Guðnasyni í þrígang í sýningunni Með fulla vasa af grjóti. Þá sýningu sýndu þeir tíu sinnum á síðasta ári þegar Stefán Karl var nýkominn á fætur eftir erfiða skurðaðgerð. Stefán Karl er þó vafalítið þekktastur fyrir túlkun sína á Glanna glæp, erkióvini Íþróttaálfsins í Latabæ. Lék hann Glanna bæði á sviði og í sjónvarpsþáttunum Lazy Town sem nutu gríðarlegra vinsælda víða um heim. Þá aflaði Stefán Karl sér einnig mikilla vinsælda og fjölda aðdáenda þegar hann lék Trölla sem stal jólunum í Bandaríkjunum og Kanada.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóriAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir Stefán Karl hafa verið ótrúlegan snilling. „Ég byrjaði að leika með Stebba í Litlu hryllingsbúðinni, þá var hann nýútskrifaður úr leiklistarskólanum. Hann var fenómenal snillingur, hann Stebbi minn. Ég er algjörlega miður mín.“ Aukinheldur segir Ari að Stefán Karl hafi verið „ótrúlega dýrmætur listamaður og hæfileikaríkur“. Hann tekur dæmi um að eitt sinn hafi Bubbi Morthens, sem söng fyrir plöntuna Auði 2, verið tvíbókaður. Stefán Karl, sem lék þá tannlækninn Brodda sadó og fjölda annarra hlutverka, tók þá á sig að syngja fyrir plöntuna sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlegt vegna þess að það átti ekkert að vera hægt,“ segir hann. Ari nefnir einnig sérstaklega vinnu Stefáns Karls gegn einelti. „Þetta er maður sem opnaði á umræðu um einelti um aldamótin og flutti ofboðslegan fjölda fyrirlestra um það. Stebbi var þannig maður að hann opnaði á þessa umræðu og stofnaði Regnbogabörn.“ Í yfirlýsingu Steinunnar Ólínu í gær kom fram að að ósk Stefáns Karls verði engin jarðarför. Jarðneskum leifum hans verði dreift í kyrrþey á úthafi fjær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15