Sport

Ólympíuleikarnir fara annað hvort fram næsta sumar eða aldrei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólympíuverðlaunin fyrir ÓL í Tókýó eru klár og áttu að vera afhent í sumar en í staðinn verður keppt um þau næsta sumar. Hér má sjá hvernig gullverðlaunpeningurinn lítur út.
Ólympíuverðlaunin fyrir ÓL í Tókýó eru klár og áttu að vera afhent í sumar en í staðinn verður keppt um þau næsta sumar. Hér má sjá hvernig gullverðlaunpeningurinn lítur út. AP/Koji Sasahara

Japanir urðu að fresta Ólympíuleikunum sem áttu að fara fram í Tókýó í sumar og ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar. Japanr drógu það lengi að fresta leikunum en að lokum var ekkert annað í stöðunni.

Nýjar dagsetningar fyrir leikanna eru nú 23. júlí til 8. ágúst 2021.

Sérfræðingar í heilbrigðisstéttinni hafa sett fram efasemdir um að það sé í raun hægt að halda Ólympíuleikanna næsta sumar án þess að til verði mótefni eða áhrifarík lyf við Covid-19 sjúkdómnum.

Yoshiro Mori, forseti Ólympíuleikanna í Tókýó, var spurður út í það hvort leikarnir yrði mögulega færðir aftur.

Svarið var stutt og skýrt. „Nei,“ svaraði Yoshiro Mori en bætti svo við: „Ef það gerist þá verður Ólympíuleikunum aflýst,“ sagði Yoshiro Mori.

Forseti Ólympíuleikanna í Tókýó er samt bjartsýnn á það að leikarnir fari fram næsta sumar.

„Þessir Ólympíuleikar yrðu dýrmætari en allir Ólympíuleikar fortíðarinnar ef við gætum haldið þá eftir að hafa unnið þennan bardaga við kórónuveiruna,“ sagði Yoshiro Mori.

„Við verðum að trúa því annars munu mikil vinna og viðleitni okkar ekki skila neinu,“ sagði Yoshiro Mori.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.