Innlent

Klóraði nágranna sinn sem bað um minni læti

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gækvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í gækvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók minnst þrjá ofurölvi aðila í tveimur útköllum í nótt. Í fyrra skiptið voru tvær ofurölvi konur handteknar í Hlíðahverfi á ellefta tímanum. Þá hafði önnur þeirra ráðist á nágranna sinn sem hafði bankað upp á og beðið konurnar um að minnka hávaðann. Meðal annars klóraði hún hann.

Hin konan var handtekin fyrir að tálma störf lögreglu við handtöku fyrri konunnar.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var ofurölvi maður svo handtekinn með hjól á Nýbýlavegi um klukkan þrjú í nótt. Hann var grunaður um að hafa stolið hjólinu og var vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um ungan mann sem hafði dottið af mótorhjóli sínu í Mosfellsbæ. Sá var fluttur á sjúkrahús með meiðsl á fæti.

Að öðru leyti voru nokkrir ökumenn stöðvaðir í gækvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra var ölvaður og án réttinda. Annar ökumaður hafði verið sviptur réttindum og ók á ótryggðum bíl. Þar að auki hafði hann drukkið en áfengismagn í blóði mældist undir refsimörkum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×