Óttast vatnsþurrð ef Baldur hættir að sigla 9. ágúst 2012 04:30 Straumur ferðamanna í Flatey er vaxandi. Flestir koma með bílaferjunni Baldri sem siglir tvær ferðir á dag milli Brjánslæks og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Í baksýn sést gamla frystihúsið sem nú er verið að standsetja.Fréttablaðið/Garðar „Það veit enginn hvernig áætlunarferðir hingað í eyna verða þegar vegir á Barðaströnd hafa verið bættir,“ segir Ingveldur Eyþórsdóttir, formaður Framfarafélags Flateyjar. Flatey er í Reykhólahreppi sem vill fjölga húsum í eynni með nýjum byggingarlóðum. Gert var deiliskipulag með fimm nýjum lóðum en því síðan breytt vegna margra athugasemda. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir nýja tillögu fela í sér fjórar lóðir; þrjár fyrir frístundahús og eina fyrir verslun og þjónustu. „Vatnið kemur hingað með Baldri og við óttumst hvað verður ef hann hættir að ganga samfara batnandi samgöngum í landi. Hér getur orðið vatnsskortur eins og staðan er núna og ekki batnar það með fleiri húsum,“ segir Ingveldur um viðhorf þeirra sem leggjast gegn nýbyggingum. Eins og er fyllir Breiðafjarðarferjan Baldur á tanka vatnsveitunnar í Flatey. Ingveldur segir borun eftir vatni mundu verða gríðarlega kostnaðarsama. Sama gildi um vatnslögn upp á fastalandið. Ingibjörg sveitarstjóri segir athugasemdir hafa borist við nýja deiliskipulagið eins og það fyrra og að málið bíði afgreiðslu. „Það lengdist aðeins á málinu því við vildum taka tillit til athugasemdanna,“ segir Ingibjörg. Aðfinnslurnar lúti að frárennslismálum og of miklum ágangi í eynni auk vatnsmálsins. Ingveldur í Framfarafélaginu segir að búast megi við kærum verði skipulagið samþykkt í sveitarstjórn. Ingibjörg segist hafa heyrt að stækka megi vatnsveituna og flytja meira vatn út í Flatey til að anna meiri eftirspurn. Ekkert sé komið fram um að Baldur hætti áætlun og að alltaf verði einhverjar siglingar út í Flatey. „Ég á ekki von á öðru en að það finnist lausnir,“ segir hún. Þótt bygging húsa á nýjum lóðum í Flatey sé í biðstöðu er nú unnið að því að smíða nýtt þak yfir gamla frystihúsið á staðnum. Einkahlutafélagið Frísker stendur að þeirri framkvæmd. Ingveldur segir ætlun félagsins að reka þar þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og verslanir auk þess að selja gistingu í aftari hluta hússins. Bæði Ingveldur og Ingibjörg fagna þessari bragarbót á frystihúsinu sem lengi hefur verið í niðurníðslu. „Þetta er mjög skemmtilegt og á eftir að lyfta öllu svæðinu og ásýnd þess upp,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það veit enginn hvernig áætlunarferðir hingað í eyna verða þegar vegir á Barðaströnd hafa verið bættir,“ segir Ingveldur Eyþórsdóttir, formaður Framfarafélags Flateyjar. Flatey er í Reykhólahreppi sem vill fjölga húsum í eynni með nýjum byggingarlóðum. Gert var deiliskipulag með fimm nýjum lóðum en því síðan breytt vegna margra athugasemda. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir nýja tillögu fela í sér fjórar lóðir; þrjár fyrir frístundahús og eina fyrir verslun og þjónustu. „Vatnið kemur hingað með Baldri og við óttumst hvað verður ef hann hættir að ganga samfara batnandi samgöngum í landi. Hér getur orðið vatnsskortur eins og staðan er núna og ekki batnar það með fleiri húsum,“ segir Ingveldur um viðhorf þeirra sem leggjast gegn nýbyggingum. Eins og er fyllir Breiðafjarðarferjan Baldur á tanka vatnsveitunnar í Flatey. Ingveldur segir borun eftir vatni mundu verða gríðarlega kostnaðarsama. Sama gildi um vatnslögn upp á fastalandið. Ingibjörg sveitarstjóri segir athugasemdir hafa borist við nýja deiliskipulagið eins og það fyrra og að málið bíði afgreiðslu. „Það lengdist aðeins á málinu því við vildum taka tillit til athugasemdanna,“ segir Ingibjörg. Aðfinnslurnar lúti að frárennslismálum og of miklum ágangi í eynni auk vatnsmálsins. Ingveldur í Framfarafélaginu segir að búast megi við kærum verði skipulagið samþykkt í sveitarstjórn. Ingibjörg segist hafa heyrt að stækka megi vatnsveituna og flytja meira vatn út í Flatey til að anna meiri eftirspurn. Ekkert sé komið fram um að Baldur hætti áætlun og að alltaf verði einhverjar siglingar út í Flatey. „Ég á ekki von á öðru en að það finnist lausnir,“ segir hún. Þótt bygging húsa á nýjum lóðum í Flatey sé í biðstöðu er nú unnið að því að smíða nýtt þak yfir gamla frystihúsið á staðnum. Einkahlutafélagið Frísker stendur að þeirri framkvæmd. Ingveldur segir ætlun félagsins að reka þar þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og verslanir auk þess að selja gistingu í aftari hluta hússins. Bæði Ingveldur og Ingibjörg fagna þessari bragarbót á frystihúsinu sem lengi hefur verið í niðurníðslu. „Þetta er mjög skemmtilegt og á eftir að lyfta öllu svæðinu og ásýnd þess upp,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira