Nær allir fengu launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer yfir svör ríkisfyrirtækjanna og hvort tilefni sé til aðgerða. Fréttablaðið/GVA Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira