Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 11:06 Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn. „Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
„Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57
Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56