Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum í gær er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Hann hét Sigurður Darri Björnsson, 23 ára, til heimilis í Hafnarfirði.
Þrír menn voru saman á svæðinu þegar snjóflóðið féll skömmu eftir hádegi í gær og grófst einn þeirra undir flóðinu. Maðurinn fannst á þriðja tímanum í gær eftir leitaraðgerðir og var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús.
Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út og voru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á vettvang um og eftir klukkan eitt í gær.
Tæplega hundrað manns komu að björgunaraðgerðum og var sérsveit ríkislögreglustjóra einnig kölluð út.
Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu látinn

Tengdar fréttir

Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann
Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út.

Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið
Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu.