Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2020 17:55 Stór hluti af þeim rútum sem ferðaþjónustufyrirtækin eiga hefur verið tekinn af númerunum. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja hefur misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðir stjórnvalda miða meðal annars að því að bregðast við þeim vanda sem ferðaþjónustufyrirtækin standa frammi fyrir. „Þetta er risaaðgerð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta fellur ákaflega vel að þeim bráðavanda sem að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir. Mun gera þeim kleift að losa um fé sem að annars hefði farið í launakostnað og varðveita þannig í rauninni fyrirtækin og atvinnugreinina,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Stjórnendur margra ferðaþjónustufyrirtækja undirbúa nú fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Í samtölum í við fréttastofu í dag sögðust nokkrir þeirra eiga von á að allt að níutíu prósent starfsmanna þeirra verði sagt upp en þeir hyggjast nýta sér það að ríkið borgi hluta launanna á uppsagnarfrestinum. Þá hefur trúnaðarmönnum margra ferðaþjónustufyrirtækja verið tilkynnt að hópuppsagnir standi til. „Það kom fram hjá forsætisráðherra að þetta væri um það bil fjórtán þúsund manns sem að eru á hlutabótaleiðinni núna hjá atvinnuleysistryggingasjóði í ferðatengdum greinum og það má búast við því að verulegt hlutfall af fyrirtækjum sem að hefur sett fólk inn í það úrræði, eða nýtt sér það úrræði, muni horfa til þess að nýta þetta úrræði líka,“ segir Jóhannes. Hann á von á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja grípi til uppsagna um mánaðamótin og margir missi vinnuna. „Ég hugsa að það verði nokkur þúsund manns.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja hefur misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðir stjórnvalda miða meðal annars að því að bregðast við þeim vanda sem ferðaþjónustufyrirtækin standa frammi fyrir. „Þetta er risaaðgerð fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta fellur ákaflega vel að þeim bráðavanda sem að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir. Mun gera þeim kleift að losa um fé sem að annars hefði farið í launakostnað og varðveita þannig í rauninni fyrirtækin og atvinnugreinina,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Stjórnendur margra ferðaþjónustufyrirtækja undirbúa nú fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Í samtölum í við fréttastofu í dag sögðust nokkrir þeirra eiga von á að allt að níutíu prósent starfsmanna þeirra verði sagt upp en þeir hyggjast nýta sér það að ríkið borgi hluta launanna á uppsagnarfrestinum. Þá hefur trúnaðarmönnum margra ferðaþjónustufyrirtækja verið tilkynnt að hópuppsagnir standi til. „Það kom fram hjá forsætisráðherra að þetta væri um það bil fjórtán þúsund manns sem að eru á hlutabótaleiðinni núna hjá atvinnuleysistryggingasjóði í ferðatengdum greinum og það má búast við því að verulegt hlutfall af fyrirtækjum sem að hefur sett fólk inn í það úrræði, eða nýtt sér það úrræði, muni horfa til þess að nýta þetta úrræði líka,“ segir Jóhannes. Hann á von á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja grípi til uppsagna um mánaðamótin og margir missi vinnuna. „Ég hugsa að það verði nokkur þúsund manns.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira